Um okkur
Saga Björgunarsveitarinnar Suðurnes – Rótgróið leitar og björgunarstarf á Suðurnesjum
.jpg)
Björgunarsveitin Suðurnes var stofnuð 16. apríl 1994 þegar tvær öflugar sveitir sameinuðust: Hjálparsveit skáta í Njarðvík og Björgunarsveitin Stakkur í Keflavík. Nokkrum árum síðar, árið 2000, sameinaðist einnig slysavarnardeildin Eldey í Höfnum undir sama hatt.
Þótt formleg stofnun sveitarinnar sé árið 1994, þá nær sagan miklu lengra aftur í tímann. Þegar slysavarnardeildin Eldey var stofnuð 6. desember 1931 í Höfnum, hófst öflug og fórnfús björgunarhefð á svæðinu – sem nú lifir áfram í starfi Björgunarsveitarinnar Suðurnes.
Eldey var þar með næstelsta starfandi öryggis- og björgunarfélagið á landinu á sínum tíma – aðeins Sigurvon í Sandgerði, stofnuð árið 1928, var eldri.
Saga Björgunarsveitarinnar Suðurnes er því samofin sögu sjálfboðaliða á Suðurnesjum – fólks sem hefur í áratugi staðið vaktina, sinnt útköllum, bjargað mannslífum og tekið þátt í að efla öryggi samfélagsins.

Stjórn 2025-2026

Formaður
Marteinn Eyjólfur Þórdísarson

Ritari
Jóna Guðleif Ragnarsdóttir

Varaformaður
Hafþór Örn Kristófersson

Meðstjórnandi
Heiða Friðjónsdóttir

Gjaldkeri
Ásta Gunnarsdóttir

Varamaður
Björn Gunnarsson

